Um hátíðina

Django dagar í Reykjavík er tónlistarviðburður sem haldin er til að heiðra tónlistarstílinn Swing Manouche sem gjarnan er tengdur við nafn Belgíska gítarleikarans Django Reinhardt.

Django dagar eru haldnir af félagasamtökunum Manouche Menningarfélag. Markmið félagsins er að kynna Íslendinga fyrir tónlistarstílnum swing manouche með viðburðarhaldi og innflutningi á heimsklassa gypsy tónlistarmönnum.

Flytjendur

Föstudagur 18.janúar

Mozes Rosenberg

Mozes Rosenberg var fæddur inn í frægu Rosenberg fjölskylduna, sem yngri bróðir Stochelo. Hann byrjaði að spila á gítar 6 ára gamall. Kennarar hans voru pabbi hans Mimer, bróðir hans Stochelo og frændi hans Grünholz. Waso er stofnandi hollenska Sinti jazz stílsins svo að Mozes lærði frá uppsprettu þessa heimsþekkta tónlistarstíls.

Þegar hann var 7 ára spilaði hann með Rosenberg Tríóinu í hollenska sjónvarpinu. Eftir það fekk hann innblástur frá mörgum þekktum tónlistarmönnum, til dæmmis falmenco goðsögninni Paco de Lucia sem hann hitti 1996. Á North Sea Jazz festival í Schveningen fór Mozes á master class hjá hljómborðasleikaranum Joe Zawinul, einn af höfundum jazz fusion.

Mozes er einn af eftirsóttustu sígauna jazz spilurum heims, og framúrskarandi sólóisti.

Dan Cassidy

Daniel Karl Cassidy fæddist 1964 í Washington DC inn í mikla tónlistarfjölskyldu. (Systir Daniels var hinn heimsfræga Eva Cassidy sem lést fyrir aldur fram.)  Aðeins 10 ára gamall var Daniel byrjaður að  koma fram með systur sinni. 20 ára gamall hélt Daniel til Evrópu og hóf ferill sinn sem atvinnu tónlistarmaður. Dan fluttist til Íslands 1992 og er nú eftirsóttur hljóðfæraleikari og session maður.

Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir er fiðluleikari og söngkona. Hún byrjaði að spila tónlist Django Reinhardt 14 ára þegar Robin Nolan Trio var með námskeið í stílnum á Akureyrar. Hún sótti hvert sumarnámskeiðið á fætur öðru hjá þeim félögum. Síðan þá hefur hún stundað nám í Tónlistarskóla FÍH í improvisation og söng og útskrifaðist þaðan 2011.

Á hátíðinni mun Unnur bæði syngja og spila á fiðlu nokkur af sínum uppáhalds lögum sem falla vel að stílnum.

Sunna Gunnlaugs

Sunna Gunnlaugs, jazzpíanisti, hefur margoft komið fram um víðan heim, bæði með tríó sínu en einnig ýmsum erlendum meðleikurum. Hún hefur gefið út 11 hjómdiska sem allir hafa fengið hlýjar móttökur jazzmiðla. Nýjasti diskur hennar, Ancestry, var valinn á lista Europe Jazz Media fyrir diska desember mánaðar 2018.

Sunna var valin tónlistarflytjandi ársins 2015 á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hefur margt oft verið tilnefnd bæði fyrir plötu ársins og tónsmíð ársins. Trío Sunnu var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og var einn af fulltrúum Íslands á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center í Bandaríkjunum sama ár. Hún hefur komið fram á jazzhátíðum víða um heim þ.á.m. í London, Osó, Bremen Washington, Vancouver og Montreal.

Sunnu mun leika nokkra af sínum uppáhalds swing lögum við hrynfastan la-pompe undirleik sem engan svíkur.

Gunnar Hilmarsson

Gunnar hefur komið víða við á ferli sýnum sem tónlistarmaður og spilað flestar gerðir tónlistar með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistar. Síðan árið 2004 hefur Gunnar verið helsti gítarleikari í ,gyspy jazz” stefnunnar hérlendis og verið fenginn í mörg verkefni tengdum því, t.d. verið leiðbeinandi á námskeiðum Robin Nolan og spilað með mörgum af helstu spámönnum þeirrar tónlistarstefnu t.a.m. Andreas Oberg og Lollo Meier. Í Janúar 2018 spilaði hann með tríói sínu á Django Amsterdam hátíðinni í Bimhuis tónleikahúsinu. Nú er hann að leggja lokahönd á upptökur með tríóinu sem koma út innan skamms.

Jóhann Guðmundsson

Jóhann kemur frá Akureyri og byrjaði að læra á klassískan gítar 8 ára gamall. Eftir að hafa kynnst sígauna jazz á masterclass hjá Robin Nolan Trio stofnuðu hann og tveir aðrir vinir hljómsveitina Hrafnaspark sem er ennþá starfræk og hefur gefið út disk og spilar reglulega á Lindy Hop danshátíðum um Ísland. Hrafnaspark fór svo tónleikahring með Andreasi Öberg um Ísland. Jóhann hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkenum utan við Hrafnaspark. Hann hefur spilað og gefið út plötur með bræðings hljómsveitinni Óreglu sem trompetleikarinn Daníel Sigurðsson fer fyrir. Hann hefur einnig spilað með soul hljómsveit sem heitir Fox Train Safari. Frá 2003 hefur hann, Gunnar og Leifur komið fram saman í ýmsum hljómsveitum, nú síðast í Gunnar Hilmarsson Tríó. Svo hefur hann nýlega tekið þátt í swing jazz verkeni sem ber nafnið Sigurður Helgi and his Bluesberries.

Leifur Gunnarsson

Leifur útskrifaðist frá Ritmíska konservatoríinu í Kaupmannahöfn vorið 2013 með Bmus gráðu í kontrabassaleik og hefur frá útskrift verið afkastamikill flytjandi jazztónlistar á íslandi. Leifur hefur leikið með mörgum þekktari jazztónlistarmönnum Íslands, en einnig nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum evrópsku swing senunnar þar á meðal Mozes Rosenberg, Robin Nolan og Popy Basily. Leifur hefur gefið út eina plöti með eigin tónsmíðum. Nefnist hún Húsið sefur og inniheldur 8 jazz-sönglög við íslensk ljóð úr ýmsum áttum.

Laugardagur 19.janúar

Robin Nolan

Robin Nolan er án efa mikill áhrifavaldur í heimi sígaunajazz, en Youtube síða hans, Gypsy Jazz Secrets hefur nú fengið yfir 2 miljónir áhorfa. Á síðustu 2 áratugum hefur hann byggt upp dyggan aðdáendahóp um allan heim. Hann hefur komið fram um allan heim á mörgum af þekktustu tónleikastöðum og hátíðum. Má þar nefna North Sea Jazz, Montreax Jazz Festival, London’s Royal Albert Hall and New York’s Jazz at the Lincoln Centre.

George Harrison (The Beatles) segir Robin vera uppáhalds gítarleikara sinn. Robin var í hljómsveit Bill Whyman (The Rolling Stones.

Nú má loksins upplifa Robin aftur á íslandi, enda tími til kominn!

Greta Salóme

Greta Salóme er einn af þekktustu tónlistarflytjendum þjóðarinnar en hún hefur tvívegis átt lag Íslands í söngkeppni Evrópskra sjónvarpsstöða. Hún hefur ferðast heiminn þveran og endilangan til að flytja listir sínar en í tvö ár ferðaðist hún um heiminn með Disney Cruise Lines skipum.

Samhliða þessum ævintýrunm hefur hún átt mörg vinsæl lög á listum íslenskra útvarpsstöðva. Greta kemur fram á hátíðinni en einnig mun hún leiða fjölsyldutónleika í Iðnó á laugardeginum. Á þá skemmtun er ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.

Haukur Gröndal

Haukur Grondal klarinett- og saxófónleikar fæddist í Reykjavík og hóf tónlistarnám ungur að árum. Varð fljótt djassbakteríunni að bráð og nefnir sem sína helstu áhrifavalda Lester Young, Zoot Sims og Stan Getz.

Haukur hefur verið einn helsti kyndilberi swing tónlistar á Íslandi um nokkurt skeið. Á hátíðinni reiðir Haukur fram helstu perlum swing-bókmenntanna við hrynfastann la-pompe meðleik sem frumkvöðull sígaunajazzins, Django Reinhardt gerði ódauðlegann.

Aðrir flytjendur á laugardegi eru:

Dan Cassidy, Gunnar Hilmarsson, Jóhann Guðmundsson Leifur Gunnarsson. Lesið nánar undir föstudagur.

Samstarfsaðilar

Þessir aðilar gera Django daga mögulega með rausnarlegum stuðningi:

 

Vantar þitt fyrirtæki á listann? Sendur okkur línu á info(at)djangodagar.com og fáðu að vita um samstarfsmöguleika!

Viltu leggja hönd á plóg?

Að halda tónlistarhátíð er mikil vinna og ótal verk sem þarf að hlaupa í. Við höfum þörf fyrir nokkra sjálfboðaliða á meðan á hátíðinni stendur. Sjálfboðaliðar þurfa að vera til taks báða hátíðardaga og mjög gjarnan í aðdraganda hátíðar einnig.  Ef þú ert rétta manneskjan í verkið og langar að láta gott af þér leiða í þágu íslensks tónlistarlífs skráðu þig til leiks hér:

Fréttir

3 months ago
Mozes Rosenberg, Virtuoses du jazz manouche (6/6) "Swing 48"

Mozes Rosenberg hleypir hér af flottu sólói í hröðum moll blús eftir Django "Swing 48" Hér er á ferðinni heimsklassa gítarleikari sem áhugafólk um tónlist má ekki missa af. Miðar: ... See more

"Swing 48" de Django Reinhardt. Mozes Rosenberg, Reppie Corvers, Faifie Reinhardt: guitares solo; Sani van Mullem: contrebasse; Johnny Rosenberg: guitare ryt...

3 months ago
Mauro Albert - Jazz Manouche

Robin Nolan er hefur spilað nokkrum sinnum fyrir Íslendinga. Hann er einn dáðasti og áhrifamesti gypsy gítarleikarinn í dag og hefur síðan 1990 spilað í öllum heimshornum og er ekkert ... See more

Robin Nolan, Bina Coquet, Mauro Albert & Franck Oberson.
November 2015 São Paulo - Brazil

www.mauroalbert.com
www.facebook.com/mauroalbertmusic

Youtube link:
https://youtu.be/jaO_NyVhr9g

3 months ago
Extra! Rosenberg Trio ft. Mozes Rosenberg - Double yeux (live @Bimhuis Amsterdam

Mozes Rosenberg sem þarna sést spila með bróður sínum Stochelo Rosenberg, verður á Django Dagar 18.Janúar næstkomandi. Tryggðu þér miða á http://bit.ly/djangodagar19/

full episode: http://www.vpro.nl/vrije-geluiden/media.VPWON_1250174.html The Rosenberg Trio ft. Mozes & Johnny Rosenberg perform an extra piece specially for...

4 months ago
Django Dagar

Jólagjöfin í ár er upplifun og í tilefni af því ætlum við að gefa tveimur vinum miða á hátíðina 18.-19. Janúar. Settu comment við færsluna og líkaðu við síðuna og þú ert í ... See more

4 months ago
Django Dagar í Reykjavík 2019

Það verður mikið um dýrðir á Django dögum 18. og 19.janúar næstkomandi. Sveiflan mun ráða ríkjum í Iðnó. Sígaunasveifla fram á kvöld og ókeypis fjölskyldu tónleikar um miðjan ... See more

Iðnó || 18. & 19. janúar

5 months ago
Django Dagar

Lagið sem hljómar undir þessu kynningarvídeói er af plötu sem Robin Nolan leikur á, en hann er einn af flytjendum á fyrstu Django Dögum í Reykjavík. Takið frá dagana 18. og 19. janúar ... See more

Jólagjöfin í ár er upplifun og í tilefni af því ætlum við að gefa tveimur vinum miða á hátíðina 18.-19. Janúar. Settu comment við færsluna og líkaðu við síðuna og þú ert í ... See more

5 months ago

Jólagjöfin í ár er upplifun og í tilefni af því ætlum við að gefa tveimur vinum miða á hátíðina 18.-19. Janúar. Settu comment við færsluna og líkaðu við síðuna og þú ert í ... See more

5 months ago

5 months ago
Django Dagar í Reykjavík 2019

Þetta var að detta í sölu hjá tix: bit.ly/djangodagar19

« 2 of 3 »